Dear friends, Toyists,

You chose to let the art be above individuals, so your names and faces keep on being unknown to the public. The art comesout in its purest form!

Your work here in Iceland, here in Keflavik, Reykjanesb.r is nothing less than a miracle. Your struggle, your fight to create your art, it was not just a joyful inspiration that created this wonderful peace of art, it was a struggle to work with Mother Nature, the rain, the wind and cold. That also created this beautiful and strong art piece.

I have seen your other artwork in books, on TV and on the internet and they all tell colourful, interesting and joyful stories.

But this peace of artwork is in my opinion your greatest achievement so far. It is created under the worst weather conditions but for that it makes the art more interesting and it shines the brighter. As nature tested your spirit and skills the people of our town have cherished you, so you could finish your work. I truly believe Mother Nature was testing you, strengthening you work here and preparing you for future work and further achievements.

Thank you tremendously for your gift to us and thank you for your artwork. Toyists, we thank you on behalf of Mother Nature to bring the puffin back home. We thank you from the “Uppspretta” of our hearts.

Uppspretta, the generative force, source of thought, creation, joy and art – this is all revealed in your work. Now it is up to us to cherish this artwork and make it shine into the future. We accept that challenge!

Thank you!

Arni Sigfusson / Mayor (2013)


Kæru gestir, kæru Toyistar. 

Við erum hér saman komin til að afhjúpa þetta mikla umhverfislistaverk Toyistanna.  Það heitir Uppspretta !

Toyistar eru listahreyfing sem á uppruna sinn í Hollandi fyrir rúmlega  20 árum síðan og hefur frá þeim tíma vaxið fiskur um hrygg með mörgum listamönnum víða að úr heiminum, þar á meðal héðan úr okkar heimabæ.

Maðurinn með listamannsnafnið Dejo er frumkvöðullinn en listamennirnir velja að vera óæðri listinni sjálfri og setja upp grímur á opinberum vettvangi, þannig truflar listamaðurinn ekki listina.  Einkenni þessara málverka - listaverka á húsbyggingar, tanka og stóra manngerða hluti í umhverfi okkar, er bjartir og sterkir litir, kröftug og litrík myndsamsetning.  Línur, rammar og doppur, sem þið sjáið á öllu verkinu og eru þeirra aðalsmerki, notað til að móta djúpa merkingu, segja sögu á leikrænan og ánægjulegan hátt.

Og hér lítum við listaverkið, söguna af litla lundanum með táknræna nafnið Uppsprettu, sem dreymdi um uppruna sinn, hélt á vit ævintýra í leit að uppruna og var borinn til baka af tónlist og hljóðfærum, gufuhverum og eldfjöllum sem feyktu honum hærra og áfram undir söng hljóðfæra, þar sem náttúra og manneskjur tóku þátt í að flytja hann hingað til síns heima.

Þessi saga er sögð í þessu litríka listaverki.  Hún á vel við því hún lýsir mörgu því sem ferðamenn sjá við Ísland.

Þegar Toyistarnir komu á minn fyrsta fund, fann ég strax kraftinn, þróttinn og fagmennskuna.  Ekki sakaði að líta á fyrri verk þeirra.  Þau gáfu fyrirheit um vandaða vinnu, litríkt og skemmtilegt umhverfi, sem við megum eiga meira af í okkar samfélagi.

Við lögðum til þennan gamla vatnsgeymi hér á Vatnsholtinu í Keflavík.  Þurftum að laga hann til, gera undirvinnu, leggja til stillansa og ýmsa aðstoð en ekki síst voru undirtektir alls umhverfisins góðar.  Fyrirtæki lögðu til efni, húsaskjól fyrir listamennina, mat og allt sem þurfti.  En öll þessi mikla vinna, öll þessi sköpun, væri ekki til án þessarar stóru gjafar til okkar frá listamönnunum, Toyistunum!

Ég ber einnig kveðju Toyistanna sjálfra til íbúanna, nágranna þessa listaverks og fyrirtækjanna sem lögðu málinu lið með kærum þökkum fyrir frábærar viðtökur, kaffiveitingar og vingjarnlegar móttökur í alla staði.  Það er gott að vita að þið hafið tekið svo vel á móti þeim að það hefur veitt þeim innblástur við erfiðar veðuraðstæður.

Því Toystarnir fengu að kenna á óblíðum veðuröflum til málningarvinnu.  Ég fullyrði að þessir listamenn hafa ekki þurft að þola jafn erfiðar aðstæður til að skapa list sína og einmitt hér á Íslandi, á þessu óvenjulega sumri.  Þessi takmarkalausa þrautseigja þeirra og seigla, þessi þrá til að skapa söguna sem hér birtist, gefa okkur litríkara listaumhverfi, var öllu yfirsterkari.

Og þess vegna segi ég, þetta er þeirra stærsta afrek og stærsta sköpun hingað til.

Árni Sigfússon bæjarstjóri (2013)